AIC – ÍSLAND / ICELAND
|
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/
|
|
|
|
Effective from 26 JAN 2023
Published on 03 DEC 2022
|
|
|
|
Notkun evrópska AIS gagnagrunnsins (EAD) /
Operation of the Eurocontrol European AIS Database (EAD)
|
|
Efnisleg ábyrgð: Isavia ANS
|
|
1 Upplýsingar um notkun evrópska AIS gagnagrunnsins (EAD) og upplýsingar um EAD fyrir viðskiptavini, notendur og þjónustuveitendur
|
Þetta upplýsingabréf (AIC) er gefið út til þess að veita upplýsingar um núverandi stöðu innleiðingar á notkun evrópska AIS gagnagrunnsins (EAD) og til þess að gefa upplýsingar tímanlega um fyrirhugaða innleiðingu.
Fleiri upplýsingabréf gætu fylgt í kjölfarið.
|
1.1 Um evrópska AIS gagnagrunninn
|
Með það að markmiði að bæta og samræma verklag og afhendingu flugmálagagna stofnuðu aðildarríki EUROCONTROL miðlægan AIS gagnagrunn. Er hann notaður til þess að veita viðskiptavinum sannreynd flugmálagögn (static og dynamic).
|
Markmiðið er að veita hágæða flugmálaupplýsingar til evrópska flugsamfélagsins og innlendra flugumferðarþjónustuaðila.
|
Evrópski AIS gagnagrunnurinn (The European Aeronautical Information Services (AIS) Database (EAD)):
-
starfrækir gagnagrunn með hágæða flugmálaupplýsingum frá ECAC svæðinu og um allan heim;
-
veitir samþættar AIS lausnir fyrir veitendur og notendur flugmálaupplýsinga;
-
veitir aðgang að rafrænum flugmálaupplýsingum.
|
EAD er í eigu EUROCONTROL fyrir hönd aðildarríkja sinna.
Group EAD Europe S.L. rekur EAD fyrir hönd Eurocontrol.
|
|
Aðal markmið EAD er að starfrækja miðlægan grunn fyrir flugmálagögn tengd ECAC svæðinu og heiminum öllum. Það eru tvær týpur af notendum:
|
-
Gagnaveitendur útvega gögnin sem EAD grunnurinn heldur utan um. Má þar nefna veitendur eins og AIS, flugleiðsögufyrirtæki og herstofnanir frá ECAC svæðinu; tilnefnd samtök sem halda utanum gögn sem eru ekki á ábyrgð ákveðinna þjóða. EAD framkvæmir samræmisskoðun á þessum gögnum og tryggir samræmda yfirferð gagna fyrir alla notendur.
-
Gagnanotendur hafa aðgang að gögnunum í gegnum EAD.
Dæmigerðir gagnanotendur eru: flugrekendur, gagnaveitendur, alþjóðastofnanir, einkaflugmenn, viðskiptavinir og almenningur.
EAD veitir gagnanotendum aðgang að skeytum frá öllum heiminum (NOTAM, SNOWTAM, ASHTAM o.s.frv.), Forflugsupplýsingum (PIB), gagnagrunnsgögnum (static data), flugmálahandbókum (AIP) og kortum frá ECAC ríkjunum.
|
|
EAD gagnagrunnurinn gerir notendum kleift að:
|
-
finna og sækja gögn, flugmálaupplýsingar og fleiri hluta samþættra flugmálaupplýsinga;
-
sækja sannreynd NOTAM og Forflugsupplýsingar (PIBs);
-
viðhalda safni flugmálahandbóka (AIP), viðbóta (SUP), útgáfum (AIP AMDT), upplýsingabréfum (AIC) og kortum sem notendur geta skoðað og notað.
|
Rekstur EAD krefst þess að framkvæmdar séu aðgerðir og þjónusta af mikilli sérfræðiþekkingu um bæði AIS málefni og AIS tengdum þáttum.
|
EAD þjónustan samanstendur meðal annars af:
|
-
vinnsla NOTAM á heimsvísu;
-
samræming úrlausna vegna ósamræmis í gögnum;
-
viðhald á sértæku lágmarks gagnasetti á heimsvísu;
-
aðgangur að sólahringsþjónustu tæknilegs og rekstrarlegs þjónustuborðs sem og vöktun, viðhald og rekstur kerfisins (EAD net innifalið) til að tryggja virkni kerfisins.
|
|
Helsti ávinningurinn er: „Ein uppspretta evrópskra flugmálaupplýsinga“.
Sértækur ávinningur er auðkenndur sem:
|
|
-
Minna þarf að treysta á mannlega vinnslu;
-
Aukin heilindi gagna eftir að þau hafa verið sett inn í EAD af gagnaveitanda;
-
Aukið samræmi gagna vegna sannprófana;
-
Sjálfvirkni ferla milli kerfa;
-
Tímanleg dreifing flugmálaupplýsinga.
|
Kostnaðarhagkvæmni – Samþætting mismunandi AIS hluta innan EAD
|
-
Dregur úr pappírsnotkun;
-
Dregur úr staðbundnum þróunarkostnaði AIS kerfa vegna notkunar á sameiginlegum kerfum.
|
|
-
Innbyggt varakerfi til að tryggja stöðugt aðgengi;
-
Einn aðgangsstaður;
-
Auðvelt fyrir viðskiptavini að sækja gögn.
|
|
Isavia ANS skrifaði undir samning við EAD undir lok árs 2020 með það að markmiði að nýta gögn frá þeim inn í ný AIM kerfi.
Með nýju samkomulagi Íslands við Eurocontrol um að Ísland verði aðildarríki frá 1. janúar 2025 þá er þetta hluti af þeirri þjónustu sem verður nýtt í gegnum þann samning.
|
Unnið hefur verið í innleiðingu í svolítinn tíma og er gert ráð fyrir að Isavia ANS verði bæði gagnaveitandi (DP) og gagnanotandi (DU) fyrir íslenska flugupplýsingasvæðið (BIRD).
|
|
Ísland mun bera ábyrgð á að viðhalda innlendum gögnum. Gert er ráð fyrir að byrja allavega með lágmarks gagnasett en nánari upplýsingar verða gefnar síðar.
|
Innleiðing notkunar á EAD á ekki að valda breytingum á AIP/eAIP, SUP eða AIC.
Þær útgáfur verða á einhverjum tímapunkti einnig aðgengilegar í gegnum EAD PAMS.
|
Mögulega þurfa gagnaveitendur að skila gögnum fyrr til AIS deildar, vegna innleiðingar.
Nákvæmari upplýsingar munu vera kynntar síðar.
|
2.2 Kvik gögn (Dynamic data)
|
Íslenska NOTAM skrifstofan fór að dreifa skeytum í gegnum EAD þann 1. desember 2022.
|
Dreifing NOTAM og SNOWTAM skeyta er því í höndum EAD og berst frá AFTN vistfanginu EUECYIYN, í samræmi við þann dreifingarlista sem NOTAM skrifstofa Íslands viðheldur.
|
Beiðnum vegna áskrifta NOTAM skeyta skal beint til BIRKYNYX.
Beiðnir um stök NOTAM skeyti skulu sendar til EUECYRYX.
|
|
Ef óskað er frekari upplýsinga, eða ef koma þarf athugasemdum á framfæri, vinsamlegast hafið samband við:
|
Isavia ANS - NOTAM skrifstofa
Upplýsingaþjónusta flugmála (AIS) Reykjavíkurflugvelli
102 Reykjavik
|
|
AFTN:
BIRKYNYX
Netfang / Email:
notam@isavia.is
Sími / Phone:
+354 424 4000
|
Upplýsingabréf fellt út gildi:
|
|
|
Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi:
|
|
|